Sumar-Heimskviður / Líf í geimnum og mannát
Manage episode 451691057 series 2534498
Nội dung được cung cấp bởi RÚV. Tất cả nội dung podcast bao gồm các tập, đồ họa và mô tả podcast đều được RÚV hoặc đối tác nền tảng podcast của họ tải lên và cung cấp trực tiếp. Nếu bạn cho rằng ai đó đang sử dụng tác phẩm có bản quyền của bạn mà không có sự cho phép của bạn, bạn có thể làm theo quy trình được nêu ở đây https://vi.player.fm/legal.
Við fjöllum um það sem gerist úti í heimi í þessum þætti alla jafna en ætlum að seilast aðeins lengra í upphafi þáttar. Nánar tiltekið út í geim. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. Ólöf Ragnarsdóttir spurði, er sannleikurinn þarna úti. Mannát hefur, kannski ótrúlegt en satt, komið við sögu í Heimskviðum allavega tvisvar. Nú ætlum við að rifja upp umfjöllun Dagnýjar Huldu frá því í vetur, og kannski alveg óhætt að vara við lýsingum í pistlinum hér á eftir. Í vetur var leikritið Kannibalen sýnt hér landi, en það er byggt á sönnum atburðum. Í stuttu máli fjallar það um mann sem langar til að borða annan mann og kemst í kynni við mann sem vill láta borða sig. Þrátt fyrir að það sé ekkert blóð í leikritinu þá eru lýsingarnar í því svo ítarlegar að á frumsýningu verksins í Danmörku ældi áhorfandi og hér á landi féll einn í yfirlið. En sem fyrr segir þá er þetta saga sem gerðist í raun og veru og það fyrir ekki svo löngu.
…
continue reading
239 tập