15122022 - Flakk um tvær bókabyggingar
Manage episode 402136891 series 1312385
Nội dung được cung cấp bởi RÚV. Tất cả nội dung podcast bao gồm các tập, đồ họa và mô tả podcast đều được RÚV hoặc đối tác nền tảng podcast của họ tải lên và cung cấp trực tiếp. Nếu bạn cho rằng ai đó đang sử dụng tác phẩm có bản quyền của bạn mà không có sự cho phép của bạn, bạn có thể làm theo quy trình được nêu ở đây https://vi.player.fm/legal.
Verðmætasta bókasafn landsins hefur átt heimili víða í borginni - nú hyllir undir nýtt heimili, því Hús Íslenskunnar er risið við Suðurgötu og verður opnað í vor ef allt gengur eftir. Við fengum að kíkja í heimsókn með arkitektinum Ögmundi Skarphéðinssyni hjá Hornsteinum. Nýlokið er samkeppni um endurbyggingu Borgarbókasafnsins í Grófinni, við heimsækjum safnið og ræðum við Hildi Gunnlaugsdóttur arkitekt hjá JVST og Huldu Aðalsteinsdóttur innanhúsarkitekt. Athyglisvert að heimsækja Hús Íslenskunnar - byggingin er sporyskjulaga og því engin horn víða í húsinu. Vel er vandað til verka og skemmtilegir inni og útigarðar á hæðunum. Alls staðar gluggar bæði inni og úti. Hægt er að skoða verðlaunatillögu endurbyggingar Borgarbókasafnsins í Grófinni, og þar eru einnig hinar fjórar til sýnis til loka desember. Farið er yfir vinningstillögnuna með tveimur úr teyminu.
…
continue reading
197 tập