195 - Raddir frá átakasvæðum og Ástralíuferð Karls Bretakonungs
Manage episode 449322240 series 2534498
Nội dung được cung cấp bởi RÚV. Tất cả nội dung podcast bao gồm các tập, đồ họa và mô tả podcast đều được RÚV hoặc đối tác nền tảng podcast của họ tải lên và cung cấp trực tiếp. Nếu bạn cho rằng ai đó đang sử dụng tác phẩm có bản quyền của bạn mà không có sự cho phép của bạn, bạn có thể làm theo quy trình được nêu ở đây https://vi.player.fm/legal.
Við ætlum að fjalla um stríð og frið. Það er víst nóg af því fyrrnefnda sérstaklega eins og við sjáum í fréttum alla daga, bæði í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Við heyrum í þremur viðmælendur sem lýsa því hvernig er að búa við stríð og það þekkja þau vel. Þau eru frá Palestínu, frá Líbanon og frá Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við þau öll, og ekki bara um stríð, heldur líka frið og friðarhorfur. Karl þriðji Bretakonungur er kominn til Ástralíu. Opinber heimsókn hans og Camillu drottningar hófst í gær. Þetta er í sautjánda sinn sem Karl ferðast til Ástralíu en þetta er fyrsta heimsóknin frá því hann varð konungur. Líka í fyrsta sinn sem Bretakonungur kemur til Ástralíu og kannski líka í það síðasta, því þessar heimsóknir kóngafólksins vekja alltaf upp umræðuna í Ástralíu, hvort Ástralar þurfi yfir höfuð að vera undir bresku konungsfjölskyldunni. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið.
…
continue reading
236 tập